Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1181, 154. löggjafarþing 629. mál: barnaverndarlög (endurgreiðslur).
Lög nr. 23 19. mars 2024.

Lög um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002 (endurgreiðslur).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
  1. 4. málsl. 5. mgr. og 2. málsl. 6. mgr. falla brott.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Ríkissjóður endurgreiðir kostnað sveitarfélaga vegna barnaverndarþjónustu sem veitt er skv. 5. og 6. mgr. Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um þjónustu og endurgreiðslur úr ríkissjóði samkvæmt þessari grein.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 7. mars 2024.